Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm í svokölluðu Exeter máli yfir Styrmi Þór Bragasyni fyrrverandi bankastjóra MP banka. Þetta kemur fram á Facebook síðu Styrmis.
Styrmir segir á síðu sinni:
Kæra fjölskylda og vinir.
Í dag er mikill gleðidagur. Í dag staðfesti Hæstiréttur að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. janúar 2013 yfir mér í svokölluðu Exeter máli stendur óhaggaður. Dagurinn í dag markar því endalok þeirrar sorglegu vegferðar sem sérstakur saksóknari hóf gegn mér í nóvember 2009. Þrettán árum síðar hefur réttlætið sigrað!
Kær kveðja
Styrmir