Fjárfestingafélagið Kaskur ehf., sem er í eigu Inga Guðjónssonar, eins stofnenda Lyfju, hagnaðist um 2,5 milljarða króna í fyrra. Fjármunatekjur voru 2,8 milljarðar, þar af gagnvirði hlutabréfa í eign félagsins 2,6 milljarðar og söluhagnaður hlutabréfa 182 milljónir.
Eignir félagsins í árslok námu 6,85 milljörðum króna, þar af námu eignir í fjárfestingarverðbréfum rúmlega 3,8 milljörðum, en eignarhlutir í dóttur- og hlutdeildarfélögum voru 640 milljónir og eignarhlutir í öðrum félögum 608 milljónir.
Í árslok átti félagið 15% hlut í SID ehf., félag utan um rekstur Lyfju, og var hluturinn bókfærður á 400 milljónir.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.