Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,29% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1684,24 stigum eftir rúmlega 1,4 milljarða viðskipti.
Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 3,41% í 152 milljóna viðskiptum og Marel um 1,07% í 457 milljóna viðskiptum en mest velta var með bréf félagsins í dag.
Gengi bréfa Heimavalla lækkaði um 2,56% í 46 milljóna króna viðskiptum og Símans um 1,3% í 269 milljóna viðskiptum.
Töluvert meiri velta var á skuldabréfa markaði í dag en þar nam veltan rúmlega 30 milljörðum króna en meirihluti hennar átti sér þó stað rétt fyrir lokun markaða.