Árið 1940 þegar síðari heimsstyrjöldin var hafin óskaði bandaríski herinn eftir tilboðum frá 135 bílaframleiðendum í léttan könnunarbíl. Aðeins þrjú fyrirtæki svöruðu kallinu og sendu inn umsókn. Þetta voru Willys-Overland, American Bantam Car Company og Ford. Saman hönnuðu þau og framleiddu fjórhjóladrifið farartæki sem kallaðist jeppi ( jeep).
Hönnuninni lauk á ótrúlega skömmum tíma eða aðeins 75 dögum og frumgerðin afhent bandaríska hernum í nóvember 1940. Eftir prófanir á jeppanum var Willys-Overland afhentur samningur í júlí 1941 um að hanna og framleiða herjeppann.
Sama ár kom 4x4 jeppinn sem nefndur var Willys MB fram á sjónarsviðið. Jeppinn var með gírskiptingu á stýrissúlunni, afskurði af lágum hliðarlíkömum, tveimur hringlaga tækjaþyrpingum á mælaborðinu og handbremsu vinstra megin.
Öflugt fjórhjólakerfi, stutt hjólhaf og lítil ytri mál hans gerðu hann að mjög fjölhæfu ökutæki. Vélin í Willys MB skilaði jeppanum 60 hestöflum sem er kannski ekki mikið í dag en þótti fínt afl á þeim tíma fyrir ekki stærri bíl.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði