Tónlistarmaðurinn og forritarinn Halldór Eldjárn fer fyrir hljóðforritunarfyrirtækinu Inorganic Audio ásamt forritaranum Ragnari Inga Hrafnkelssyni en þeir gáfu á dögunum út hljóðviðbótina (e. plug-in) Liquid sem hafði verið í vinnslu frá upphafi árs 2020.
„Ég var að vinna þetta samhliða annarri hugmynd sem ég var með sem er meira tengd því að nota algóritma til þess að hjálpa tónlistarfólki að semja, sannaðar reglur sem ég vildi auðvelda fólki að nota í sínu skapandi ferli, og þá spratt þetta tól svona fram samhliða því,“ segir Halldór en Rannís veitti upprunalega verkefninu styrk árið 2021. Þar sem stutt var í land með Liquid viðbótina ákváðu þeir að klára hana og koma henni út strax.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði