Rafmyntasjóður Íslands hefur hlotið 25 þúsund dala styrk, eða sem nemur 3,6 milljónum króna, frá svissnesku samtökunum Solana foundation. Hin óhagnaðardrifnu samtök koma að þróun Solana-bálkakeðjunnar ásamt því að styðja við vöxt hennar fjárhagslega.
Í tilkynningu Rafmyntasjóðsins segir að Solana vilji með styrknum styðja við þróun íslensku rafkrónunnar (ISKT), sem gefin út á Solana-bálkakeðjunni. Styrkurinn er greiddur út í áföngum eftir framvindu verkefnisins en áætlað er að hann verði greiddur að fullu innan árs.
Sjá einnig: Gefa út íslenska rafkrónu
ISKT er stöðugleikamynt (e. stablecoin) sem er bundin við íslensku krónuna á genginu 1:1. Hver rafkróna í umferð er tryggð með einni íslenskri krónu í eignasafni Rafmyntasjóðsins.
„Með ISKT geta íslenskir notendur fært krónur yfir í rafrænt form á svipstundu og með lágmarksþóknun. Rafrænt form krónunnar auðveldar Íslendingum aðgang að erlendum rafmyntamörkuðum, sem og að senda eða taka á móti fjármunum erlendis frá.“