Ísgerðin Kjörís hagnaðist um 12,2 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 5,4 milljónir árið 2020. Rekstrartekjur félagsins jukust um 1,9% á milli ára og voru rétt yfir 1,3 milljörðum króna.
Starfsmenn Kjöríss, umreiknaðir í heilsársstörf, voru 53 talsins í fyrra og fækkuðu um þrjá frá árinu 2020. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði þó lítillega frá fyrra ári og nam 517 milljónum.
„Stjórnendum hefur tekist að fækka ársverkum á milli ára sem er mikilvægt þegar kostnaðarhlutfall launa vegur æ þyngra í rekstri. Mikilvægt er að auka tæknistig á næstu misserum til að ná enn betri árangri á þessu sviði,“ segir í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi.
Stjórnin bætir við að starfsmannavelta hafi verið með minnsta móti samanborið við árin á undan sem gefi til kynna að mannauðsstefna félagsins hafi stuðlað að aukinni starfsánægju.
Verð á innfluttum aðföngum hækkað töluvert
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði