Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gripið til aðgerða gagnvart stjórn völdum á Spáni og Ítalíu vegna afskipta þeirra af fyrirhuguðum samrunaviðræðum á fjármálamarkaði. Þetta frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar hefur vakið athygli þungavigtarmanna á íslenskum fjármálamarkaði sem velta fyrir sér hvort þetta marki nýtt viðhorf sem kann að hafa áhrif á samrunaferlið hérlendis.

Þetta beinir sjónum að Íslandi. Sem kunnugt er, þá eiga Arion banki og Kvika nú í sameiningarviðræðum. Segja má að þetta sé önnur tilraun bankanna á skömmum tíma til að stíga saman dansspor, en í millitíð inni bauð Arion í Íslandsbanka. Áður hafði Kvika tekið yfir TM og síðar stuðlað að ríkisvæðingu tryggingafélagsins þegar það var selt í hendur Landsbankans. Flestir gera ráð fyrir að til frekari samruna komi á fjármálamarkaði á næstu árum. Í því samhengi hefur meðal annars verið horft til Íslandsbanka og tryggingahluta Skagans, og vafalaust mun verða reynt á fleiri fléttur í þeim efnum.

Rétt eins og á meginlandinu, er hvatinn að þessari þróun aukin reglubyrði og kostnaður við að veita fjármálaþjónustu, sem og auðvitað tækniþróun sem hefur lækkað aðgangsþröskulda á fjármálamarkaði og fleira í þeim dúr. Og rétt eins og þar, er stóra spurningin hvernig yfirvöld bregðast við þessari þróun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 6. ágúst 2025. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.