Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, stofnaði nýverið hlutafélag en samkvæmt hlutafélagaskrá er tilgangur félagsins tónlistarflutningur, tónlistarútgáfa og tengd starfsemi.
Sveitina skipa tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðik Dór ásamt Rúrik Gíslasyni, Aroni Can og Herra Hnetusmjör. Þeir eru jafnframt stofnendur hlutafélagsins sem ber heitið Fegurð Er Glæpur ehf.
Formaður stjórnar er Jón Jónsson. Meðstjórnendur eru Rúrik Gíslason, Aron Can Gultekin og Árni Páll (Herra Hnetusmjör) sem fer jafnframt með framkvæmdastjórn og hefur prófkúrumboð ásamt Jóni.
Friðrik Dór varð að láta sér duga að vera í varastjórn.
Strákarnir gáfu fyrsta lagið sitt, Rúllettan, út í sumar en skömmu síðar fylgdi lagið Krumla eftir. Myndband við síðarnefnda lagið má sjá hér.