Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 2,4% í fyrstu viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi Icelandair stendur í 1,89 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð, samanborið við 1,94 krónur við lokun Kauphallarinnar í gær.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent í morgun. Hlutabréfaverð Marels, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur lækkað um 1,5% frá opnun Kauphallarinnar.
Icelandair birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Icelandair hagnaðist um 7,7 milljarða króna á fjórðungnum.
Heildartekjur Icelandair námu 487 milljónum dala á fjórðungnum, þar af voru farþegatekjur 408 milljónir dala, eða um 54 milljarðar króna, og hafa þær aldrei verið hærri í stökum fjórðungi.
VÍS, sem tilkynnti eftir lokun Kauphallarinnar í gær um 70 milljóna tap á þriðja fjórðungi, hefur lækkað um 1,7% í morgun. Gengi VÍS stendur nú í 17 krónum á hlut. Sjóvá hefur sömuleiðis lækkað um 2,5% í morgun