Inga Lind Karlsdóttir, einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Skot productions, seldi 760 fermetra einbýlishús sitt að Mávanesi 17 í Garðabæ á 850 milljónir króna. Kaupendurnir eru Hannes Hilmarsson, einn af stærstu eigendum Air Atlanta, og eiginkona hans Guðrún Þráinsdóttir. Gildandi fasteignamat hússins nemur 430,25 milljónum króna.
Fermetraverð hússins nam því rúmlega 1,1 milljón króna. Um er að ræða dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi.
Mbl.is greindi fyrst frá því í síðustu viku að Inga Lind hafi selt Hannesi og Guðrúnu húsið en á þeim tíma lá kaupverðið ekki fyrir. Í fréttinni kemur fram að Mávanes 17 hafi verið teiknað af arkitektastofunni Gláma Kím og byggt 2012. Það sé við sjávarsíðu Arnarnessins og snúi í suður. Úr húsinu sé óhindrað útsýni út á haf og prýði það stórir gluggar.
Hægt er að sjá myndir af húsinu hér.