Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, seldu samtals 4,8% hlut í Origo fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins í gær. Samanlagður hlutur sjóðanna lækkaði úr 7,2% í 2,4%, samkvæmt flöggunartilkynningu. Gera má ráð fyrir að viðskiptin hafi verið hluti af kaupum Alfa Framtaks og að heildarsöluverð sjóðanna hafi numið 676 milljónum.

Framtakssjóðurinn Umbreyting II í rekstri Alfa Framtaks tilkynnti í gær um ríflega 3,7 milljarða kaup á 25,8% hlut í Origo og lagði samhliða viðskiptunum valfrjálst tilboð í allt hlutafé Origo á genginu 101 krónu á hlut.

Lífsverk var meðal aðila á söluhliðinni en lífeyrissjóðurinn seldi um 5,6% hlut fyrir um 790 milljónir króna, samkvæmt flöggunartilkynningu sem send var út í gær.

Innherji greindi frá því dag að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi einnig verið meðal söluaðila en að Birta, Festa, og Stapi hafi ekki tekið þátt í viðskiptunum.

Stærstu hluthafar Origo 9. desember 2022

Hluthafi Fjöldi hluta Í %
LIVE 18.261.973 13,29%
Birta lífeyrissjóður 15.311.343 11,14%
Stapi lífeyrissjóður 10.074.067 7,33%
Frigus II ehf. 8.528.025 6,21%
Lífsverk lífeyrissjóður 7.878.445 5,73%
Stefnir - Innlend hlutabréf hs. 6.200.545 4,51%
Stefnir - ÍS 5 hs. 5.244.254 3,82%
Sjóvá 4.840.693 3,52%
IS EQUUS Hlutabréf 4.036.225 2,94%
Festa - lífeyrissjóður 4.030.791 2,93%
Landsbréf - Úrvalsbréf hs. 3.580.166 2,61%
HEF kapital ehf 3.116.817 2,27%
IS Hlutabréfasjóðurinn 2.770.713 2,02%
Arion banki hf. 2.742.118 2,00%
Origo hf. 2.596.236 1,89%
Kvika banki hf. 2.325.094 1,69%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2.021.972 1,47%
Alpha hlutabréf 1.728.769 1,26%
GJS ehf. 1.609.195 1,17%
Landsbréf-Öndvegisbréf 1.558.085 1,13%
Heildarfjöldi hluta í Origo er 140.000.000 að nafnverði.