Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, seldu samtals 4,8% hlut í Origo fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins í gær. Samanlagður hlutur sjóðanna lækkaði úr 7,2% í 2,4%, samkvæmt flöggunartilkynningu. Gera má ráð fyrir að viðskiptin hafi verið hluti af kaupum Alfa Framtaks og að heildarsöluverð sjóðanna hafi numið 676 milljónum.
Framtakssjóðurinn Umbreyting II í rekstri Alfa Framtaks tilkynnti í gær um ríflega 3,7 milljarða kaup á 25,8% hlut í Origo og lagði samhliða viðskiptunum valfrjálst tilboð í allt hlutafé Origo á genginu 101 krónu á hlut.
Lífsverk var meðal aðila á söluhliðinni en lífeyrissjóðurinn seldi um 5,6% hlut fyrir um 790 milljónir króna, samkvæmt flöggunartilkynningu sem send var út í gær.
Innherji greindi frá því dag að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi einnig verið meðal söluaðila en að Birta, Festa, og Stapi hafi ekki tekið þátt í viðskiptunum.
Stærstu hluthafar Origo 9. desember 2022
Í % |
13,29% |
11,14% |
7,33% |
6,21% |
5,73% |
4,51% |
3,82% |
3,52% |
2,94% |
2,93% |
2,61% |
2,27% |
2,02% |
2,00% |
1,89% |
1,69% |
1,47% |
1,26% |
1,17% |
1,13% |