Indriði Þröstur Gunnlaugsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ITHG Dental AI, heimsótti nýverið Raleigh í Norður-Karólínu í tengslum við opnun fyrstu bandarísku skrifstofu fyrirtækisins.
ITHG Dental AI var stofnað á síðari hluta síðasta árs en félagið nýtir meðal annars gervigreind í bókun og röntgenmyndagreiningu og virkar í raun sem heildarlausn fyrir tannlækna.
Hugmyndin á bak við lausn fyrirtækisins var að sjálfvirknivæða rekstur tannlækna til að þeir geti betur einbeitt sér að sjúklingum. Núverandi markaðsráðandi lausn, Opus Dental frá Noregi, hafði staðið í stað í mörg ár og vildi ITHG Dental AI breyta þeirri stöðu.
Í heimsókn sinni fundaði Indriði með Einari Hansen Tómassyni, viðskiptafulltrúa Íslandsstofu í Bandaríkjunum, ásamt Savannah Walker frá efnahagsþróunardeild Norður-Karólínu, Sam Rauf hjá efnahagsdeild Wake-sýslu, Gabriel El Hachach frá efnahagsdeild Raleigh-borgar og Keishu Demps frá ríkisháskóla Norður-Karólínu.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.