Líftæknifyrirtækið Ísteka, sem sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði, hagnaðist um 523 milljónir króna árið 2021, samanborið við 592 milljónir króna árið 2020.
Í nýbirtum ársreikningi félagsins segir að minni hagnað megi að mestu rekja til óhagstæðra gengisbreytinga á árinu en verð á seldum afurðum er eingöngu í erlendum myntum. Tekjur félagsins jukust um 10% á milli ára og námu 1,9 milljörðum.
Sjá einnig: Ævintýralegur vöxtur Ísteka
Eignir Ísteka voru bókfærðar á 2,2 milljarða króna í lok síðasta árs. Stærsti liðurinn í efnahagsreikningum eru fasteignir sem eru bókfærðar á 919 milljónir. Þá voru birgðir færðar á 893 milljónir. Eigið fé jókst um 126 milljónir á milli ára og nam nærri 1,8 milljörðum.
Félagið greiddi út 400 milljónir króna á síðasta ári vegna rekstrarársins 2020 en hyggst ráðstafa hagnaði ársins 2021 til næsta árs.
Hörður Kristjánsson er stærsti hluthafi Ísteka með 74% hlut samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins. Hólmfríður H. Einarsdóttir er næst stærsti hluthafinn með 19% beinan hlut.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði