Bandaríki fjárfestingabankinn J.P Morgan segir að afkoma Íslandsbanka hafi verið miklum ágætum í fyrra. Í greiningu bankans sem send var á viðskiptavini degi áður en bankinn kynnti uppgjör sitt í síðustu viku er gengi Íslandsbanka metið 125. Þegar þetta er skrifað er gengi bréfa bankans í Kauphöllinni 127,8.

Sérfræðingar bankans segja að afkoma bankans hafi verið góð og aukning þóknanatekna og virðisbreytingar hafi leitt til þess hún hafi verið umfram væntingar. Fram kemur í greiningunni að tillaga stjórnar bankans um arðgreiðslur á næsta ársfundi og áætlanir um kaup á eigin bréfum kunni að styðja við gengi hlutabréfa bankans. En J.P Morgan segir að uppgjörið breyti eigi að síður ekki neinu varðandi núverandi verðmat bankans.

Frem kemur í greiningunni að Íslandsbanki gerir ráð fyrir að arðsemi eigin fjár verði á bilinu 8-10% á þessu ári og kostnaðarhlutfall rekstrarins verði á bilinu 45-50%. Bent  er á að ef að hækkanir á verði á vöxtum kunni niðurstaða rekstrarins á þessu ári vera í lægri mörkum ofangreindra hlutfalla.