Áfengisframleiðslurisinn Pernod Ricard hefur komist að samkomulagi um kaup á meirihluta í Codigo 1530 Tequila.

Eins og nafn þess síðarnefnda ber með sér framleiðir það tekíla og er bandaríska kántrístjarnan George Strait á meðal hluthafa fyrirtækisins.

Með kaupunum vill Pernod Ricard gera sig meira gildandi á markaði með hágæða áfengi í Bandaríkjunum.