Jón Georg Aðalsteinsson og Hilma Sveinsdóttir, eigendur fiskútflutningsfyrirtækisins Ice-co, festu nýverið kaup á tæplega 270 fermetra einbýlishúsi að Garðastræti 42 í miðbæ Reykjavíkur á 232,5 milljónir króna. Seljendur eru Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir.

Jón Georg Aðalsteinsson og Hilma Sveinsdóttir, eigendur fiskútflutningsfyrirtækisins Ice-co, festu nýverið kaup á tæplega 270 fermetra einbýlishúsi að Garðastræti 42 í miðbæ Reykjavíkur á 232,5 milljónir króna. Seljendur eru Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir.

Einbýlishúsið var sett á sölu í sumar og í fasteignaauglýsingu segir að það sé mikið endurnýjað á þremur hæðum. Húsið standi ofarlega á lóðinni og sé því með mjög góðu útsýni yfir Reykjavíkurtjörn og miðborg Reykjavíkur. Í húsinu séu sjö svefnherbergi, tvö baðherbergi og tvær stofur.

Jón Georg er annar stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Men&Mice sem selt var til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks fyrr á árinu. Félagið var metið á 3,5 milljarða króna um síðustu áramót en engar upplýsingar hafa verið birtar um kaupverðið. Jón Georg átti þó ekki hlut í félaginu er það var selt þar sem hann seldi tæplega 15% hlut sinn í því er framtakssjóðurinn SÍA III, sem er í rekstri Stefnis, festi kaup á 92,8% hlut í Men&Mice árið 2019. Men&Mice var rekið með 53 milljóna króna tapi á síðasta ári eftir að hafa skilað 136 milljóna króna hagnaði árið áður.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.