Kolbeinn Kafteinn ehf. hefur keypt rekstur Hópkaupa af Wedo ehf. og tóku nýir eigendur við Hópkaupum í byrjun mánaðar.

Að baki fyrirtækinu eru fjárfestar á borð við Fjölvar Darra Rafnsson, Inga Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson og Önnu Lindu Magnúsdóttur. Fjárfestarnir hafa um árabil verið hluthafar í Wedo og þekkja því vel til reksturs Hópkaupa. Samtímis kaupunum hafa þessir aðilar selt alla sína hluti í Wedo ehf. og hefur Anna Linda yfirgefið stjórn fyrirtækisins.

Nýlega var Gréta María Grétarsdóttir einnig ráðin forstjóri Heimkaupa og voru þá allar þær einingar sem tengdust verslunarrekstri Orkunnar samtímis seldar til Heimkaupa.

Í tilkynningu segir að markmið nýrra eigenda er að gera Hópkaup að betri vettvang fyrir neytendur og samstarfsaðila en þúsundir Íslendinga nýta sér þjónustu Hópkaupa í hverri viku.

Kolbeinn Kafteinn ehf. hefur keypt rekstur Hópkaupa af Wedo ehf. og tóku nýir eigendur við Hópkaupum í byrjun mánaðar.

Að baki fyrirtækinu eru fjárfestar á borð við Fjölvar Darra Rafnsson, Inga Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson og Önnu Lindu Magnúsdóttur. Fjárfestarnir hafa um árabil verið hluthafar í Wedo og þekkja því vel til reksturs Hópkaupa. Samtímis kaupunum hafa þessir aðilar selt alla sína hluti í Wedo ehf. og hefur Anna Linda yfirgefið stjórn fyrirtækisins.

Nýlega var Gréta María Grétarsdóttir einnig ráðin forstjóri Heimkaupa og voru þá allar þær einingar sem tengdust verslunarrekstri Orkunnar samtímis seldar til Heimkaupa.

Í tilkynningu segir að markmið nýrra eigenda er að gera Hópkaup að betri vettvang fyrir neytendur og samstarfsaðila en þúsundir Íslendinga nýta sér þjónustu Hópkaupa í hverri viku.