Kópavogsbær var í dag sýknaður af kröfum erfingja Sigurður Hjaltested, en þeir kröfðust tæplega 75 milljarða króna vegna Vatnsendamálsins.
Höfðu erfingjarnir stefnt bænum til greiðslu 75 milljarða krónu vegna eignarnáms sem gert var í Vatnsendalandi árin 1992, 1998, 2000 og 2007.
Var erfingjunum gert að greiða ættingjum sínum 44 milljónir í málskostnað en þeim hafði verið stefnt ásamt Kópavogs.
Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt bæinn til að greiða dánarbúinu tæpan milljarð króna, vegna eignarnámsins árið 2007, en sýknað bæinn af kröfum vegna hinna þriggja.
Erfingjar Sigurðar velta nú fyrir sér næstu skrefum, en ekki er búið að taka ákvörðun hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. "Ekki er enn búið að birta dóminn í heild sinni og því liggja forsendur niðurstöðu Landsréttar ekki enn fyrir." segir einn erfingjanna við Viðskiptablaðið.