Danska félagið Kirkbi A/S, stærsti eigandi leikfangarisans Lego, hefur fest kaup á menntasprotanum Brainpop á 875 milljónir dala.

Danska félagið segir að kaupin á Brainpop, sem framleiðir stuttar teiknimyndir sem notaðar eru sem kennsluefni í skólum og kennir bönum allt frá stærðfræði yfir í tónlist, sé hluti af áformum félagsins um að mynda nýja tekjustoð.

Kirkbi, sem á 75% hlut í Lego, sér einnig tækifæri í að samþætta lærdómslausnir Brainpop við þær lærdómslausnir sem Lego framleiðir nú þegar. Þar er um að ræða eininguna Lego Education sem framleiðir Lego kubba sem notaðir eru í kennslustofum.