Neytendur virðast ekki hafa misst smekk sinn fyrir McDonalds skyndibita miðað við uppgjör skyndibitakeðjunnar á fyrsta ársfjórðungi. Félagið hagnaðist um 1,4 milljarða dala á fyrsta eða sem nemur tæpum 140 milljörðum króna en það er 13% aukning frá því í fyrra.

Keðjan segir að alþjóðleg eftirspurn, m.a. í Bretlandi og Þýskalandi, hefði aukist og væri megin skýringin fyrir betri afkomu. McDonalds hefur eytt miklu púðri í að ná viðskiptavinum aftur af nýrri skyndibitakeðjum og sú vinna virðist nú vera að skila árangri.

Heildartekjur McDonalds lækkuðu þó um 9% á milli ára og námu 5,1 milljörðum dala. Kostnaður lækkaði þó einnig en keðjan sagði meginástæðu þessa samdráttar vera þá að það hefði veitt fleiri sérleyfi í stað þess að reka sjálf matsölustaði.