Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu Félagsdóms í máli samtakanna gegn Eflingu. Niðurstaða dómsins var að sýkna Eflingu af þremur kröfum samtakanna og vísa tveimur öðrum kröfum frá dómi.
„Það virðist vera þannig að við fáum ekkert um okkar örlög að segja, sem er náttúrulega grafalvarlegt mál. Við erum stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði, það eru um sex þúsund störf sem að skjólstæðingar okkar bera ábyrgð á, og það er mjög sárt og eiginlega ólýðræðislegt finnst manni að vera alltaf ýtt frá borði. Upplifunin er að hingað til höfum við bara verið notuð sem peð í hagsmunabaráttu annarra,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði