Sundlaug
Sundlaug
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Sundlaugar Reykjavíkur eru vel sóttar og iða þær af lífi hvort sem er að vetri til eða á hlýjum sum­ardögum. Reykvík­ingar fá þessa þjónustu þó alls ekki ókeypis og kostuðu sundlaugar borgarinnar Reyk­víkinga 956 milljónir í fyrra. Áætlanir fyrir árið 2011 gera ráð fyrir kostnaði að upphæð 910 milljónir. Heildartekjur sundlauganna eru áætlaðar um 567 milljónir króna á árinu en kostnaðurinn er 1.477 milljónir.

Laugardalslaugin er lang­ dýrust í rekstri og er kostnaður sem fellur á Reykjavíkurborg, sem er mismunur á gjöldum og tekjum, 343 þúsund krónur. Sundlaugar í Reykavík eru sjö talsins, Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug, Sundhöllin, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Íþróttamið­ stöðin Klébergi á Kjalarnesi.

Tvær milljónir gesta

Gríðarleg aðsókn er að laugunum í Reykjavík og voru gest­ir hátt í tvær milljónir á árinu 2010. Aðsóknarmesta sundlaugin er Laugardalslaugin með hátt í 800 þúsund gesti og þar á eftir kemur Árbæjarlaug með um 300 þúsund gesti. Breið­holtslaug, Vesturbæjarlaug og Grafarvogslaug eru með svipaðan fjölda gesta eða um 230 þúsund á ári. Um 140 þúsund gestir heimsóttu Sundhöllina í fyrra og Í Klébergslaug á Kjalarnesi komu níu þúsund manns.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Vesturbæjarlaug
Vesturbæjarlaug
© BIG (VB MYND/BIG)