Fjölmargar að­sendar greinar bárust Við­skipta­blaðinu á árinu sem tóku á hinum ýmsu sam­félags­málum.

1. Kæri Jón

Heiðrún Lind Marteins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í sjávarút­vegi, svaraði pistli Jóns Kal­dals fullum hálsi.

2. Fyrirvarar og sölukeðjur í fasteignakaupum

Hildur Ýr Viðars­dóttir og Sara Bryndís Þórs­dóttir hjá Lands­lögum skrifuðu um fyrir­vara í fast­eigna­kaupum sem vakti mikla at­hygli.

3. Á­stæður þess að mann­auðs­stjórar eru ekki í fram­kvæmda­stjórnum

Her­dís Pála Páls­dóttir, mann­auðs­stjóri og fyrrum for­maður félags mann­auðs­fólks á Ís­landi, skrifaði um hlut­verk mann­auðs­stjóra.

4. Föst yfirvinna?

Diljá Mist Einars­dóttir þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins skrifaði um óvenju hátt hlut­fall yfir­vinnu­kaups af heildar­launum ríkis­starfs­manna.

5. Skattaparadísin Húsvík

Jón Elvar Guð­munds­son, lög­maður og einn eig­enda LOGOS, skrifaði um frum­varp fjár­málaráðherra til um­bóta á lögum um tekju­skatt.