Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 302 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt nýbirtum tölum Ferðamálastofu, eða um 9,1% fleiri en í júlí 2024. Um ein af hverjum þremur brottförum má rekja til Bandaríkjamanna.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins fóru um 1.257 þúsund erlendir farþegar frá Íslandi. Um er að ræða 1,4% fleiri brottfarir en á sama tíma í fyrra.

Um 101 þúsund Bandaríkjamenn fóru frá landinu í júlí, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Bandaríkjamenn voru um 33,5% af erlendum ferðamönnum í júlí.

Brottfarir Íslendinga voru um 66,5 þúsund í júlí, sem samsvarar 6% aukningu frá sama mánuði í fyrra.