Heild- og smásölufyrirtækið Pfaff skilaði 80 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 77 milljóna hagnað árið 2020. Afkoma og velta félagsins hefur aldrei verið meiri.
Sala Pfaff jókst um 3,4% frá fyrra ári og nam 627 milljónum króna. Rekstrargjöld jukust lítillega og námu 531 milljón króna. Laun og launatengd gjöld voru um 117 milljónir en ársverk voru 11.
Eignir Pfaff námu 437 milljónum í árslok 2021, þar af var handbært fé um 220 milljónir. Eigið fé var um 370 milljónir og jókst um tíu milljónir á milli ára. Félagið greiddi út 70 milljónir króna á síðasta ári. Í skýrslu stjórnar segir að stjórn félagsins muni leggja fram tillögu um arðgreiðslu á aðalfundi en fjárhæðin er ekki tilgreind.
Framkvæmdastjóri Pfaff er Margrét Þ. Kristmannsdóttir en hún á 16% hlut í félaginu. Faðir hennar, Kristmann Magnússon, er stærsti hluthafi félagsins með 51% hlut.