Microsoft greip í vikunni í annað skipti á örfáum mánuðum til hópuppsagna í kjölfar hægari tekjuvaxtar en vonir höfðu staðið til um.

Fleiri stór tæknifyrirtæki hafa gripið til sama ráðs þar sem blikur eru á lofti um að draga kunni úr eftirspurn vegna ástandsins í heimshagkerfinu.

Microsoft greindi frá því í júlí að um 1% af starfsfólki félagsins yrði sagt upp en rúmlega 200 þúsund manns starfa hjá félaginu. Gaf félagið þá ástæðu að uppsagnirnar væru venjulegur hluti af aðgerðum sem gripið sé til í upphafi fjárhagsárs.