Narendra Modi forsætisráðherra Indlands hefur nú skráð sig á samfélagsmiðil Donald Trumps, Truth Social. Í sinni fyrstu færslu í gær deildi Modi mynd af sér með Trump sem tekin var í heimsókn hans til Houston árið 2019.

Samfélagsmiðillinn var stofnaður árið 2022 af Trump eftir að hann tapaði í forsetakosningunum og var settur í tímabundið bann á miðlunum Twitter og Facebook.

Modi hefur þegar fengið tugþúsundir fylgjenda en sjálfur fylgist hann með reikningum Donald Trump og JD Vance varaforseta Bandaríkjanna. Trump hefur þá einnig deilt viðtali sem hlaðvarpsstjórnandinn Lex Friedman tók við Modi.

Truth Social er í eigu Trump Media & Technology Group en félagið var skráð á markað í mars 2024 og á Trump um 57% hlut í fyrirtækinu. Meðal eigenda er kúveiska fjárfestingarsamsteypan ARC Global Investment og nokkrir fyrrum keppendur í sjónvarpsþættinum The Apprentice.

Trump Media & Technology Group greindi frá 400 milljóna dala tapi árið 2024 og námu tekjur þess 3,6 milljónum dala. Markaðsvirði fyrirtækisins er 4,45 milljarðar dala.