TF-IAA, fyrsta Airbus-flugvélin sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöld.

TF-IAA, fyrsta Airbus-flugvélin sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöld.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í tilkynningu frá Icelandair segir að næst á dagskrá í framleiðsluferlinu sé að koma fyrir hreyflum, sætum og afþreyingarkerfi.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Því næst mun flugvélin fara í flugprófanir á vegum Airbus og Icelandair, sem tekur svo við vélinni í nóvember. Fjórar Airbus A321 LR munu bætast við flota Icelandair sumarið 2025.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Icelandair undirritaði samninga við CDB Aviation um langtímaleigu á tveimur Airbus-vélum í janúar á þessu ári. Airbus A321LR og XLR munu síðan taka við af Boeing 757 þotum Icelandair.