Útboðsþing Samtaka iðnaðarins (SI) var haldið á Grand Hóteli í Reykjavík. SI stendur að þinginu í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Samtök innviðaverktaka.

Á árlegu Útboðsþingi SI kynntu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu sem fara í útboð. Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum nemur 264,2 milljörðum króna. Um er að ræða nær tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2024 en þau námu 134,5 milljörðum króna. Þrír verkkaupar af tíu boða 90% aukningarinnar, þ.e. Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) og Nýr Landspítali (NLSH).

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór yfir greiningu samtakanna á opinberum útboðum. Samkvæmt greiningunni munu verkleg útboð nema 264 milljörðum á árinu sem er tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust í fyrra.
© BIG (MYND/BIG)
Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri SI, Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum SI.
© BIG (MYND/BIG)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Árni Sigurjónsson, stjórnarformaður SI og aðstoðarforstjóri JBT Marel, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
© BIG (MYND/BIG)
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH ohf.), en félagið hyggst bjóða út verk fyrir 42,5 milljarða króna á árinu.
© BIG (MYND/BIG)
Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
© BIG (MYND/BIG)
Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
© BIG (MYND/BIG)
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannavirkjasviðs SI, Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
© BIG (MYND/BIG)
Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
© BIG (MYND/BIG)
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti erindi á Útboðsþinginu.
© BIG (MYND/BIG)