Á árlegu Útboðsþingi SI kynntu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu sem fara í útboð.
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, Alma Pálsdóttir, sviðsstjóri hjá VSÓ ráðgjöf og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf.
Ljósmynd: BIG
Deila
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins (SI) var haldið á Grand Hóteli í Reykjavík. SI stendur að þinginu í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Samtök innviðaverktaka.
Á árlegu Útboðsþingi SI kynntu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu sem fara í útboð. Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum nemur 264,2 milljörðum króna. Um er að ræða nær tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2024 en þau námu 134,5 milljörðum króna. Þrír verkkaupar af tíu boða 90% aukningarinnar, þ.e. Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) og Nýr Landspítali (NLSH).