Kínverska netverslunarfyrirtækið JD.com safnaði rúmlega fjórum milljörðum dollara í nærsta stærsta hlutafjárútboði ársins sem fór fram í Hong Kong Kauphöllinni.
JD.com var þegar skráð í Nasdaq Kauphöllina í New York en félagið er eitt stórra kínverskra félaga sem ákváð að taka þátt í svokölluðum „heimkomu“ útboðum í Hong Kong. Kínverska tæknifyrirtækið NetEase safnaði um 2,7 milljörðum dollara í útboði í Hong Kong Kauphöllinni fyrr í mánuðinum en fyrirtækið hefur verið skráð í New York Kauphöllina frá árinu 2000.
JD.com safnaði um 3,9 milljörðum dollara, sem jafngildir 534 milljörðum íslenskra króna, í útboðinu sem fór fram fyrr í mánuðinum. Félagið seldi um 133 milljónir hluti á tilboðsverðinu 226 Hong Kong dala. Virði útboðsins gæti hækkað í 4,3 milljarða dollara ef bankar nýta svokallaða umframsölurétti (e. greenshoe option), að því er segir í frétt Financial Times .
Mikil eftirspurn var eftir hlutabréfum JD.com af fjárfestum í Hong Kong en alls var umframáskrift 179 sinnum útboðsfjárhæð. Hlutaféð sem var í boði í Hong Kong útboðinu nemur um 4,3% af heildarhlutafé félagsins fyrir umframsöluréttinn.