Viðskiptaráð telur að 97 af þeim 150 loftslagsaðgerðum sem stjórnvöld tilkynntu um í sumar muni hafa neikvæð áhrif, eða nærri tvær af hverjum þremur. Ráðið telur að einungis 13 aðgerðir muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif.

Viðskiptaráð telur að 97 af þeim 150 loftslagsaðgerðum sem stjórnvöld tilkynntu um í sumar muni hafa neikvæð áhrif, eða nærri tvær af hverjum þremur. Ráðið telur að einungis 13 aðgerðir muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif.

„Ráðið hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi nálgun og meta kostnað loftslagsaðgerða áður en lengra er haldið,“ segir í nýrri úttekt Viðskiptaráðs.

Mynd tekin úr úttekt Viðskiptaráðs.

Fjórir ráðherrar kynntu um miðjan júní uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem inniheldur 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni „sem endurspegla raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar bindingar kolefnis“.

Áætlunin er hryggjarstykkið í loftslagsstefnu stjórnvalda sem miðar að 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir 2040.

Beiting hagrænna lata á bensín- og díselbíla versta aðgerðin

Mat Viðskiptaráðs á efnahagslegum áhrifum aðgerðanna byggir á sex áhrifa þáttum. Ráðið segir að af neikvæðum áhrifum séu aukin opinber umsvif – þar á meðal nýjar kvaðir um skýrslugerð, gagnaöflun eða greiningar og opinbert eftirlit - algengust en 79 aðgerðir þau áhrif.

Þá feli 53 aðgerðir í sér aukin opinber útgjöld, 21 hafa aukna reglubyrði í för með sér, 15 aðgerðir fela í sér takmarkanir eða bönn og 8 fela í sér auknar álögur í formi skatta eða gjalda.

„Af þeim [aðgerðum] sem hafa hvað neikvæðust heildaráhrif má nefna beitingu hagrænna lata á ökutæki knúin jarðefnaeldsneyti. Sú aðgerð hefur neikvæð áhrif á fjóra af sex áhrifaþáttum og er hlutlaus gagnvart öðrum.“

Mikla athygli vakti að í aðgerðaráætluninni kemur fram að í skoðun sé að flýta því að banna nýskráningar bensín- og díselbíla á Íslandi um tvö ár, og að bannið taki þá gildi árið 2028.

Jákvæðustu áhrifin af einföldun leyfisveitingaferla og aukinni orkuöflun

Þegar litið sé til jákvæðra áhrifa þá telur Viðskiptaráð að 20 aðgerðir styðji við verðmætasköpun. Til viðbótar draga 5 aðgerðir úr sköttum og gjöldum, 5 minnka reglubyrði, 2 draga úr takmörkunum eða bönnum, 1 aðgerð dregur úr umsvifum og 1 aðgerð dregur úr útgjöldum.

„Aðgerðir með hvað jákvæðust heildaráhrif eru einföldun leyfis­veitingaferla í orkuvinnslu og aukin orkuöflun. Báðar aðgerðir styðja við verðmætasköpun, draga úr reglubyrði og sú fyrrnefnda dregur einnig úr umsvifum hins opinbera.“

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
© Aðsend mynd (AÐSEND)