Bílaframleiðandinn Nissan hefur gengið frá sölu á starfsemi sinni í Rússlandi fyrir aðeins eina evru.

Nissan segir tap félagsins vegna viðskiptanna nema 687 milljónum dala. Kaupandinn er ríkisfyrirtækið NAMI, en í kaupsamningnum segir að Nissan hafi rétt á að kaupa starfsemina til baka innan sex ára.

Nissan bætist þar með í fjölmennan hóp alþjóðlegra stórfyrirtækja sem hafa lagt niður starfsemi í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.