Radoslaw Kedzia var ráðinn varaforseti Huawei í Austur-Evrópu og á Norðurlöndunum árið 2019. Hann varð þá fyrsti Evrópubúinn til að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá kínverska fyrirtækinu en Radoslaw hefur unnið hjá Huawei síðan 2008.
Ferill Radoslaws hjá Huawei hófst í Keníu þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Hann varð síðan tæknistjóri Huawei fyrir austur- og suðurhluta Afríku.
Hann segir að Huawei hafi verið eitt af fyrstu tæknifyrirtækjunum til að nota gervigreind í myndavélasímana sína til að tryggja að myndirnar væru í sem bestu gæðum. Fyrirtækið hafi þá einnig nýlega tekist á við stærri vandamál sem eru farin að hrjá íbúa heimsins í síauknum mæli.
„Í Grikklandi vorum við til dæmis að vinna með ríkisstjórninni og háskólanum til að berjast við skógareldana sem gengu þar yfir. Við fórum í samstarf við grískt tæknifyrirtæki og útbjuggum sérstaka dróna sem notaðir voru til að aðstoða slökkviliðið.“
Drónarnir notuðust við 5G og gervigreind til að streyma hitastigi nærliggjandi svæðis í rauntíma. Ef hitastigið hækkaði skyndilega var annar dróni sendur með vatnssprengjur til að slökkva eldinn.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.