Penninn ehf., sem selur skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvörur, ritföng og afþreyingar undir vörumerkjunum Penninn Eymundsson, Penninn húsgögn og Islandia, hagnaðist um 59 milljónir króna á reikningsárinu 2021. Til samanburðar tapaði félagið 160 milljónum árið áður.
Velta Pennans nam tæpum 5,4 milljörðum og var rekstrarkostnaður 2,3 milljarðar. Eignir Pennans námu 2,5 milljörðum, eigið fé einum milljarði og var eiginfjárhlutfall 41%.
Hluthafar Pennans eru tveir, SDF ráðgjöf ehf. og Vallarbakkar ehf. og eiga þeir hvor um sig 50% hlut. Ingimar Jónsson er forstjóri Pennans.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.