Finnsk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn skipstjóra og áhöfn olíuskipsins Eagle S.
Skipið dró akkeri 100 kílómetra eftir hafsbotni Eystrasaltsins í desember 2024 með þeim afleiðingum að fimm raforku- og fjarskipastrengir skemmdust. Skipið, sem er talið hluti af skuggaflota Rússa, siglir undir fána Cook-eyja og eignarhaldið er skráð í Dubai.
Skipið var að flytja olíu frá Rússlandi til Egyptalands þegar finnska strandgæslan stöðvað för þess, handtók skipstjórann, sem og fyrsta og annan stýrimann. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir stórfelld skemmdarverk. Reiknað er með því að réttarhöldin hefjist á næstu viku.