Vaxtagjöld ríkissjóðs eru áætluð um 66 milljarða króna á næsta ári að því er kemur fjárlagafrumvarpi 2023. Vaxtagjöld eru orðin stærri útgjaldaliður ríkissjóðs en útgjöld til Háskóla Íslands og barnabóta. Í umsögn sinni um fjárlög næsta árs benda Samtök atvinnulífsins (SA) á að ljóst er að vaxtakostnaður ríkisins muni aukast verulega vegna hækkandi vaxtarstigs.
Ríkissjóður þarf að endurfjármagna skuldir upp á ríflega 300 milljarða í ár og á næsta ári. SA segir útlit fyrir að það verði 4-9 milljörðum kostnaðarsamara en fyrir ári síðan en vextir sem standa ríkinu til boða hafi hækkað um allt að 3%.
„Skuldasöfnun síðustu ára byggði á lægstu vöxtum Íslandssögunnar sem þýðir að vaxtakostnaður jókst minna en sem nam vexti skulda ríkissjóðs. Nú er staðan önnur.“
Forsendur fyrir skuldaþróun í fjárlagafrumvarpinu gera ráð fyrir að lokið verði við sölu á eftirstandandi 42,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka á næsta ári. SA hvetur til að staðið verði við þessi áform, ellegar kallar það á lántöku sem því samsvarar með 4-5 milljarða króna árlegum vaxtakostnaði.
SA segir að verði ekki af sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka sé ljóst að ein meginforsenda fjárlaga er í uppnámi. Það gæti leitt til ríflega 75 milljarða króna gats á tekjuáætlun ríkissjóðs með tilheyrandi áhrifum á sjóðstreymi og skuldastöðu. Heildarskuldir myndu við það aukast um tæplega 6%.
Svigrúm notað til aukinna útgjalda fremur en að búa í haginn
Hlutfall skulda ríkissjóðs, samkvæmt lögum um opinber fjármál, fór lækkandi fram að árinu 2020, og nam 21,8% árið 2019. Í kjölfar aukinna ríkisútgjalda og úrræða í Covid-faraldrinum er hlutfallið nú í kringum 33%.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði