Landsframleiðsla í Bretlandi dróst saman um 0,3% á milli mánaða í ágúst síðastliðnum. Hagfræðingar höfðu spáð fyrir um stöðnun, að því er kemur fram í grein hjá The Times.
Þá hefur einnig komið í ljós að hagvöxtur Bretlands í júlí var einungis 0,1%, en ekki 0,2% eins og áður var greint frá. Áætlað er að landsframleiðslan sé nú komin á sama stað og fyrir faraldur.
Samkvæmt Hagstofu Bretlands verður að öllum líkindum samdráttur á þriðja ársfjórðungi, nema hagvöxtur í september verði meiri en 1%.
Verðbólga í Bretlandi mældist 9,9% í ágúst, en hún lækkaði óvænt á milli mánaða.