Samherji hf. gaf í ágúst út svokölluð B-hlutabréf í félaginu sem fylgir réttur að arði en ekki atkvæðisréttur. Fjallað verður um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.
Í svari Samherja við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur meðal annars fram að útgáfan kunni að verða hluti af hvatakerfi félagsins þannig að hagsmunir lykilstarfsmanna og hluthafa verði samþættir.
Í nýlega uppfærðum samþykktum Samherja kemur fram að B-hlutunum fylgi réttur að arði sem nemur 3,5% af EBITDA rekstarhagnaði dótturfélaga Samherja sem stunda veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Fjallað verður um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.