Bandaríski örgjörvaframleiðandinn Intel stefnir á að selja hluta af eignarhlut sínum í dótturfélaginu Mobileye Global í hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað. Mobileye þróar sjálfkeyrandi bifreiðar.
Upphaflega reiknuðu greiningaraðilar með að félagið yrði metið á um 50 milljarða dala í kjölfar útboðsins en nú er reiknað með að félagið verði metið á 14-16 milljarða dala í kjölfar útboðs og færri hlutir verði seldir en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.