Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Lands­bankans er bankinn með það til skoðunar að hefja á fjórða árs­fjórðungi opið sölu­ferli á 47,9% eignar­hlut bankans í Greiðslu­miðlun Ís­lands ehf., sem meðal annars á dóttur­fé­lagið Motus.

Eignar­halds­fé­lögin Bál ehf. og Sol­vent ehf., fara með 52,08% eignar­hlut í Greiðslu­miðlun Ís­lands, en fé­lögin tvö eru í meiri­hluta­eigu sjóðs í rekstri Alfa Fram­taks ehf.

Alfa Fram­tak festi kaup á meiri­hluta hluta­fjár í eignar­halds­fé­lögunum tveimur árið 2019 en fé­lögin höfðu þá áður verið í fullri eigu stjórn­enda GMÍ.

Greiðslu­miðlun Ís­lands hagnaðist um 75,2 milljónir í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi og var eigið fé sam­stæðunnar í lok árs í fyrra 1,43 milljarðar króna. Mun það vera tæp­lega helmings­lækkun úr 158 milljón króna hagnaði árið 2022.

Stjórn GMÍ lagði til að greiddur yrði úr 225 milljón króna arður til hlut­hafa í ár vegna rekstrar­ársins í fyrra.

Tekjur sam­stæðunnar í fyrra námu 2 milljörðum króna. Dóttur­fé­lög GMÍ eru Motus ehf., Greiðslu­miðlun ehf., Slæður ehf., Lausa­fé ehf. og Faktoría ehf.

Um 76 stöðu­gildi voru hjá sam­stæðunni að meðal­tali í fyrra.