Ljósin á Eiffel turninum og Louvre safninu í París verða slökkt fyrr á kvöldin til að spara rafmagn. Wall Street Journal greinir frá þessu.
Eins hafa búðareigendur við Avenue de Montaigne, þar sem aðalbúðir Chanel, Christian Dior, Louis Vuitton, Chloé og margra fleiri þekktra hönnuðra standa við, minnkað ljósanotkun í gluggum sínum til að spara rafmagn.
Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur beðið alla Frakka, heimili, fyrirtæki og stofnanir, að spara orkunotkun sínum um 10% næstu tvö árin til að bregðast við hækkandi orkuverði og ákvörðun Rússa að minnka sölu á gasi í Evrópu.