Fjárfestingafélagið Snæból hagnaðist um 4,85 milljarða króna á síðasta ári eftir 4,45 milljarða hagnað árið 2020. Félagið hefur því hagnast um 9,3 milljarða króna á síðustu tveimur árum.

Snæból er næst stærsti hluthafi Sjóvár með 9,6% hlut, á 3% hlut í Eyri Invest, stærsta hluthafa Marel og á 1,2% hlut í Síldarvinnslunni. Þá er Snæból meðal stærstu hluthafa í lyfjafyrirtækinu Corpiharma og Mandólíni, félaginu utan fjárfestinginu í nýju fimm stjörnu Marriott Edition hóteli sem opnaði nýlega við hlið Hörpu. Félagið á einnig nær helmingshlut hlut í fasteignaþróunarfélaginu Klasa sem hagnaðist um tæplega 4,5 milljarða króna árið 2020.

Eignir félagsins námu tæpum 22 milljörðum króna og eigið fé var 20,8 milljarðar króna í árslok 2021. Því til viðbótar hafa hluthafar félagsins veitt því 1,16 milljarða króna víkjandi lán en félagið er að öðru leyti svo til skuldlaust.

Snæból er í eigu Finns R. Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttir.

Samkvæmt ársreikningi Snæbóls fyrir árið 2021 keypti það hluti í skráðum og óskráðum félögum fyrir um 2,6 milljarða á árinu en seldi á móti hluti fyrir tæpa tvo milljarða króna. Þá hækkaði virði félaganna sem þá hefur fjárfest í um 3,4 milljarða króna. Hlutir í skráðum og óskráðum félögum eru bókfærðir á 15,4 milljarða króna en hlutur í dóttur- og hlutdeildarfélögum á fjóra milljarða króna. Þá nemur virði annarra fjárfestinga um 1,3 milljörðum króna.