Veitingastaðurinn Gló gæti opnað í Los Angeles í Bandaríkjunum á næstu tveimur til þremur árum ef áætlanir ná fram að ganga. Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og flestir þekkja hana, segir að verið sé að vinna að markaðsrannsóknum og viðskiptaáætlun ásamt því að leita að fjárfestum. Hún segir heilsumataræðis sérfræðinginn David Wolfe hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni með þeim.
„Við erum að fá flotta aðila með okkur í þetta sem auðveldar allt,“ segir Solla. Þann 11. maí mun opna nýr Gló staður í miðbænum og verið er að leggja lokahönd á staðinn. Fyrir eru starfandi Gló veitingastaðir í Laugardal og Hafnarfirði.