Tæp­lega 8,5 milljónir far­þega munu ferðast um Kefla­víkur­flug­völl (KEF) á næsta ári sem er 9,6% aukning frá þeim 7,74 milljónum sem fara um flug­völlinn í ár.

Þetta kemur fram í far­þega­spá Isavia fyrir árið 2024 en spáin gerir ráð fyrir því að tæp­lega 2,4 milljónir er­lendra ferða­manna komi til landsins um flug­völlinn.

Gangi spáin eftir verður árið 2024 það þriðja stærsta í sögu Kefla­víkur­flug­vallar og það stærsta í komu er­lendra ferða­manna til Ís­lands. Að­eins tvisvar hafa far­þegarnir verið fleiri, 8,8 milljónir 2017 og 9,8 milljónir 2018.

Yfir sumar­mánuðina munu 25 flug­fé­lög fljúga á­ætlunar­flug til 82 á­fanga­staða og 20 flug­fé­lög til 69 á­fanga­staða yfir vetrar­mánuðina.

Spáin gerir ráð fyrir að hlut­fall tengi­far­þega verði um 30% af heildar­far­þega­fjölda á næsta ári en til saman­burðar er það um 27% í ár.

Það þýðir að hærra hlut­fall af heildar­far­þega­fjölda mun nýta Keflavíkurflugvöll sem tengi­stöð án þess að dvelja á Ís­landi. Hlut­fall tengi­far­þega fór mest árið 2018 þegar það var um 40%.

„Við hlökkum til að taka á móti fleiri gestum á næsta ári. Við höfum fjár­fest í þróun flug­vallarins undan­farin ár og það er byrjað að skila sér í bættri að­stöðu fyrir far­þega og starfs­fólk,“ segir Guð­mundur Daði Rúnars­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta og þróunar hjá Isavia.

„Spáin bendir einnig til þess að fjölgun far­þega, sem og er­lendra ferða­manna, verði hlut­falls­lega meiri en áður yfir vetrar­mánuðina en sumar­mánuðina. Það mun styðja við betri og jafnari nýtingu á flug­vellinum yfir allt árið og á inn­viðum ferða­þjónustunnar.“