Fjarskiptafyrirtækið T-Mobile hefur keypt samkeppnisaðila sinn Sprint fyrir 26 milljarða dala eða sem nemru 2.600 milljörðum króna. Í umfjöllun The Wall Street Journal segir að ef samkeppnisyfirvöld heimili samrunann verði hann til þess að fjarskiptamarkaðurinn vestanhafs aðeins þrjú stór fyrirtæki hafi yfirburðastöðu á markaðnum þarlendis.
Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem T-Mobile og Sprint hafa reynt að sameinast. Samruninn yrði með þeim hætti að Sprint myndi renna inn í T-Mobile en eigendur fyrrnefnda fyrirtækisins myndu fá einn hlut í sameinuðu félagi fyrir hverja 9,75 hluti sem þeir ættu í Sprint.
Verði sameiningin heimiluð mun Deutsche Telekom, móðurfyrirtæki T-Mobile, eiga 42% af félaginu en Softbank, móðurfélag Sprint, 27% af félaginu en afgangurinn verður í höndum almennings.