Þingi Alþýðusam­bands Íslands hef­ur verið frestað fram á næsta vor. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum og var hún samþykkt nú í morgun.

Kristján Þórður Snæbjarnarson verður þar með forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum, en Lífskjarasamningarnir renna út eftir tæpar þrjár vikur, eða þann 1. nóvember.

Í gær hætti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við framboð sitt til forseta ASÍ. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­nes drógu svo til baka fram­boð sín í embætti 2. og 3. vara­for­seta ASÍ. Gengu þau þrjú svo útaf þinginu, sem olli mikilli upplausn.