Þingi Alþýðusambands Íslands hefur verið frestað fram á næsta vor. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum og var hún samþykkt nú í morgun.
Kristján Þórður Snæbjarnarson verður þar með forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum, en Lífskjarasamningarnir renna út eftir tæpar þrjár vikur, eða þann 1. nóvember.
Í gær hætti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við framboð sitt til forseta ASÍ. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akranes drógu svo til baka framboð sín í embætti 2. og 3. varaforseta ASÍ. Gengu þau þrjú svo útaf þinginu, sem olli mikilli upplausn.