Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs myndi afnám tolla lækka verð á matvörum um allt að 43%. Á heimasíðu Viðskiptaráðs má sjá verðsamanburð nokkurra vinsælla matartegunda.

Þar má sjá að verð á dönskum kjúklingabringum myndi til að mynda lækka um 43%. Mozzarella-ostur myndi lækka um 38% og írskar nautalundir um 37%.

Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs myndi afnám tolla lækka verð á matvörum um allt að 43%. Á heimasíðu Viðskiptaráðs má sjá verðsamanburð nokkurra vinsælla matartegunda.

Þar má sjá að verð á dönskum kjúklingabringum myndi til að mynda lækka um 43%. Mozzarella-ostur myndi lækka um 38% og írskar nautalundir um 37%.

„Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur. Reynslan sýnir að það væri meiri háttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða.“

Þar segir einnig að skaðsemi tolla birtist ekki einungis í hærra matvælaverði, heldur dragi einnig úr vöruúrvali og gæðum þar sem minna er flutt inn af mat sem ber tolla. Þeir hamla einnig samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum.

„Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38% upp í 105% ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst.“