Karen Ósk Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Lyfju

Hvernig var árið 2024 á heildina litið?

Árið var viðburðaríkt hjá Lyfju þar sem við komum inn í samstæðu Festi. Við höfum þróað lausn í takt við okkar framtíðarsýn með góðum samstarfsaðilum sem getur létt á heilbrigðiskerfinu og bætt aðgengi um allt land. Það var gefandi að endurhugsa heilbrigðisþjónustuferla út frá viðskiptavininum, en það kom okkur á óvart hversu langt og óljóst ferlið er hjá hinu opinbera gagnvart nýsköpun í heilbrigðisþjónustu.

Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hvað fannst þér ganga vel á árinu?

Við sjáum viðskiptavinum sem nýta Lyfju appið stöðugt fjölga og mesta þakklæti ársins fer til Lyfjuliðs um allt land sem heldur áfram að toppa sig í fagmennsku og þjónustu. Ég er stolt af vottuninni Hrein vara í Lyfju sem sett var í loftið á árinu, þar eru innihaldsefni rýnd með tilliti til hreinleika, uppruna og umhverfisáhrifa. Markmiðið er að einfalda viðskiptavinum valið í átt að hreinum valkostum.

Hvaða væntingar hefurðu til næsta árs?

Við erum tilbúin með stafræna þjónustu sem einfaldar viðskiptavinum leið að lausn við algengum heilsufarskvillum sem ég ber væntingar til að verði komin í loftið á næsta ári. Við sjáum tækifæri í að koma sterkar inn í fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu, sem getur létt á heilbrigðiskerfinu og bætt aðgengi að heilsutengdri þjónustu. Við erum spennt fyrir að skerpa enn frekar á okkar mikilvæga hlutverki, lyfjafræðilegri ráðgjöf.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði