Kauphöllin opnaði græn í morgun en úrvalsvísitalan hefur hækkað um meira en eitt prósent það sem af er degi í rúmlega 750 milljóna króna viðskiptum.
Gengi Haga hefur hækkað um nærri 3% og stendur nú í 72,5 krónum á hlut. Í morgun var tilkynnt um að kaup Haga, móðurfélags Bónuss og Hagkaups, á Eldum rétt hefðu verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu.
Hlutabréf Festar, Arion banka, Icelandair og Sjóvár hafa sömuleiðis hækkað um meira en 1%.
Hækkanir í Kauphöllinni fylgja hækkunum á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í gær. S&P 500 vísitalan hækkaði um 2,7%, Nasdaq Composite um 3,4% og Dow Jones um 1,9% í gær.